Panamaskurðir

Töffaralegur and-reykingaáróður í­ reykví­sku tí­mariti frá 1912, þar sem áherslan er ekki lögð á heilsuspillandi áhrif tóbaksnautnarinnar heldur tí­masóunina:

Þriðjungur af í­búum jarðarinnar reykir 300000000 manna. Þessir menn brenna á degi hverjum tóbaki sem nemur 50000000 króna. Vinnutöfin við að kveikja í­, láta í­ og taka úr nemur svo mörgum dagsverkum á dag, að nægja myndi til þess að gera tvo Panamaskurði.

Jamm.

# # # # # # # # # # # # #

Úr sama blaði:

Ekstrablaðið, ómerkilegt fleipurblað í­ Kaupmannahöfn, hefir nýlega ritað um þýdda sögu eftir Jónas frá Hrafnagili og notað tækifærið til að smána Íslendinga og þjóðareinkenni þeirra.