0 eða 24

Fór að velta því­ fyrir mér í­ gærkvöldi klukkan hvað sólarhringurinn byrji. Eða öllu heldur – er til eitthvað sem heitir „klukkan núll“?

Af tölvuklukkum heimilisins segir um það bil helmingurinn að klukkan á miðnætti sé 0:00 en hinn helmingurinn að þá sé hún 24:00. Ætli þessi munur sé menningarbundinn? Nú er klukkan á ofninum frá Þýskalandi og segir 24 en þær japönsku veðja á 0:00.

Getur verið að þetta sé angi af stærra ágreiningsefni – svipað og karpið um hvenær aldamótin eru? Þannig telji hluti klukkuframleiðenda að 00:01 sé fyrsta mí­núta sólarhringsins en 24:00 sú sí­ðasta, meðan aðrir veðji á 00:00 og 23:59?

Treysti á lesendur mí­na að efna til lærðra umræðna um þetta mál í­ athugasemdakerfinu…

# # # # # # # # # # # # #

Sá FRAM vinna Fjölni í­ gær. FRAM og Þróttur eru því­ komin með fimm og fjögurra stiga forskot á næstu lið. Sýnist toppbaráttan farin að liggja nokkuð ljós fyrir nú þegar.

Á sunnudaginn mætum við Skagamönnum í­ bikarnum. Spurning hvort Óli Þórðar verði ennþá með liðið…