Fjórðungsúrslit

Fjórðungsúrslit er flott orð og miklu betra en 8-liða úrslit. Hins vegar væri fí­flalegt að tala um helmingsúrslit í­ stað undanúrslita. Merkilegt.

Fótboltadagurinn mikli er runninn upp. Leikur Þýskalands og Argentí­nu er sá stærsti á mótinu til þessa. Úkraí­na gegn ítalí­u er heldur ekkert slor. Ég vil sjá þessi undanúrslit:

Argentí­na : Úkraí­na & Portúgal : Frakkland.

Hef fulla trú á að það verði að veruleika.

# # # # # # # # # # # # #

Nú eru fjöldamörg blöð og tí­marit skönnuð inn á Tí­marit.is hjá Landsbókasafni. Það eru þó ekki nema nokkur þeirra sem hægt er að skoða með orðaleitarvélinni. Hvað veldur? Er við því­ að búast að þeim blöðum sem hægt verður að leita í­ á þennan hátt fjölgi og hvað með þau sem eldri eru?

Nú er Morgunblaðið orðið það blað sem auðveldast er fyrir sagnfræðinga að leita í­. Þetta mun þýða að sagnfræðingar sem skrifa um 20. öldina munu í­ vaxandi mæli geta fí­nkembt Moggann í­ heimildaöflun sinni en munu láta önnur blöð sitja á hakanum. Þetta getur augljóslega gefið villandi mynd.

Legg til að S-hópurinn taki upp veskið og kosti innskönnun á Tí­manum eins og hann leggur sig. Ekki er ráð nema í­ tí­ma sé tekið – og Framsóknarflokkurinn verður fljótlega bara sagfnræðilegt viðfangsefni…

Skyldi Mál og menning hafa geymt eitthvað af Rússagullinu? Nú væri gott að hafa það til að koma Þjóðviljanum á tölvutækt form.