Flottar aðgerðir í gær fyrir framan bandaríska sendiráðið. Mogginn segir frá þeim á forsíðu ásamt stórri mynd. Já, ég endurtek: Mogginn segir frá aðgerð Samtaka herstöðvaandstæðinga á forsíðu og undir jákvæðum formerkjum. Kannski einhver sagnfræðingurinn muni í framtíðinni nota þessi tímamót til að marka lok kalda stríðsins? # # # # # # # # …
Monthly Archives: júlí 2006
B&S
Skoska hljómsveitin Belle & Sebastian er víst að spila á skerinu og mikið er gert úr því í fjölmiðlum. Á gamla daga var þessi tegund tónlistar kölluð gáfumannapopp. Á fljótu bragði sé ég engan mun á þessu Belle & Sebastian-bandi og gömlu Housemartins/Beautiful South. # # # # # # # # # # # …
Svarta flaskan
Black Bottle-viskýið sem fæst í Ríkinu er langbesti fjölmöltungurinn sem seldur er hér heima. Þessi tegund er miklu rammari en gerist og gengur með blönduð viský, enda eru Islay-viský fyrirferðarmikil í blönduninni. Mæli hiklaust með þessari tegund. Ef Ríkislögreglustjóri vill kæra mig fyrir ólöglegar áfengisauglýsingar, þá verður bara svo að vera. # # # # …
Vinsæl íþrótt
Úr grein í Mogganum um sögu knattspyrnunnar, 23. des. 1956: Knattspyrna er nú leikin af hámenntuðum mönnum – lögfræðingum, prestum, læknum o.fl. jafnt sem innfæddum og nautheimskum Afríkumönnum og Eskimóum í Grænlandi. Jahá!
Geggjun
Framámenn í ísrael slá sem sagt upp veislu til að minnast afmælis velheppnaðra hryðjuverka á sama tíma og þeir valta yfir Líbanon í nafni stríðs gegn hryðjuverkum. Hvílík geggjun! # # # # # # # # # # # # # Á þriðjudagskvöldið mun ykkar einlægur vera leiðsögumaður í sögugöngu um Elliðárdalinn á vegum …
Ísland & stríðið í Líbanon
Mick Hume skrifar grein í The Times um umfjöllunina um stríðið í Líbanon og hvernig sjálfhverfum Bretum tekst að láta þessar hörmungar snúast um sjálfa sig. Prufið að lesa greinina og setja „Íslendingar“ inn fyrir „Bretar“: Some appear to have given up trying to analyse or explain the complexities of the Middle East, and settled …
Skrifelsi
Skrifaði smápistil á Friðarvefinn í dag, hvern allir lesi. # # # # # # # # # # # # # Á dag fékk ég vinnufélaga í heimsókn sem spurði hvort ég hefði einhverjar upplýsingar eða vitneskju um sögu Gasstöðvar Reykjavíkur. Hann varð hálfkindarlegur þegar ég dró fram 110 blaðsíðna BA-ritgerðina mína um sögu …
Frétt ársins?
Ein af fréttum ársins birtist á forsíðu Blaðsins í dag. Þar er því slegið upp með stríðsfyrirsögn að mávar éti andarunga. Við lestur greinarinnar sést að blaðamanni er greinilega mjög brugðið við þessar fregnir. Geri fastlega ráð fyrir að sami blaðamaður muni halda áfram á sömu braut með æsifréttum á borð við: „Köttur kemur heim …
Lystugt!
Morgunblaðið, 20. maí 1954: „Kjarnorku-kartöflur“ skemmast ekki WASHINGTON – Með kjarnorku virðist mega geyma matvæli takmarkalaust án frystingar. Þannig hafa menn gert tilraunir með lauk, kartöflur og fleiri matvæli. Hafa þau geymst árum saman án þess að spillast. Vísindamenn halda því fram, að geislun vinni á rotnunar-bakteríum. Þykjast þeir og geta sannað, að ekki sé …
Hún lifir!
Jæja, Kaninkan er vöknuð til lífsins. Allan tímann sem hún hefur verið í lamasessi, hefur hugurinn verið fullur af snjöllum bloggum sem aldrei litu dagsins ljós. Núna, þegar ég get bloggað aftur, dettur mér ekkert í hug. * Jú annars, áðan keypti fjölskyldan sér bíl. Það er sex ára gömul Subaro Impreza, græn. * Um …