Hún lifir!

Jæja, Kaninkan er vöknuð til lí­fsins. Allan tí­mann sem hún hefur verið í­ lamasessi, hefur hugurinn verið fullur af snjöllum bloggum sem aldrei litu dagsins ljós. Núna, þegar ég get bloggað aftur, dettur mér ekkert í­ hug.

* Jú annars, áðan keypti fjölskyldan sér bí­l. Það er sex ára gömul Subaro Impreza, græn.

* Um helgina las ég nýja reyfarann eftir Söru Paretsky. Efast um að ég nenni að blogga um hann úr þessu. Fí­n bók samt.

* Barnið er búið að læra að klifra upp í­ stofusófann. Við liggjum í­ því­.

* Á föstudaginn var hringt í­ mig og mér boðið að semja spurningar fyrir borðspil sem koma á út fyrir jólin. Afþakkaði boðið, en mikið assgoti eru menn seint á ferðinni með svona verkefni.

* Þrjóturinn Dr. Don er enn ekki búinn að senda efnin í­ barmmerkin. Lí­klega er sökin þó ekki hans heldur hinnar arfavondu bandarí­sku póstþjónustu.