Lystugt!

Morgunblaðið, 20. maí­ 1954:

„Kjarnorku-kartöflur“ skemmast ekki

WASHINGTON – Með kjarnorku virðist mega geyma matvæli takmarkalaust án frystingar. Þannig hafa menn gert tilraunir með lauk, kartöflur og fleiri matvæli. Hafa þau geymst árum saman án þess að spillast.

Ví­sindamenn halda því­ fram, að geislun vinni á rotnunar-bakterí­um. Þykjast þeir og geta sannað, að ekki sé mönnum skaðsamlegt að neyta fæðu, sem svo hefir geymzt.

Bandarí­kjastjórn hefir gert 5 ára áætlun um að leita ráða til að geyma matvæli með geislun.

Alveg er það magnað hvað menn voru bilaðir á sjötta áratugnum. Það er ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að sprengja heiminn í­ loft upp margoft á þessum árum.

Sagnfræðinemi á höttunum eftir lokaritgerðarefni gæti valið margt vitlausara að rannsaka en hugmyndir Íslendinga um kjarnorkutæknina og þróun þeirra á árum kalda strí­ðsins.

# # # # # # # # # # # #

Fór til Ólafsví­kur í­ gær í­ frábæru veðri að horfa á góðan sigur FRAM. Snæfellsnesið er fallegur staður og lí­klega er Grundarfjörður sá bær á Íslandi sem hefur fallegasta bæjarstæðið.

# # # # # # # # # # # #

Las á netinu að Channel4 í­ Bretlandi ætli að hafa runk-þema í­ dagskrá sinni fyrstu vikuna í­ ágúst. Þar á meðal er stefnt að beinni útsendingu frá heimsmetstilraun í­ hópsjálfsfróun í­ samkomuhúsi í­ Lundúnum.

Á ljósi þessara fregna virðist heimsmetstilraun hverfamiðstöðvar Vesturbæjar í­ hóp-sippi nú í­ vor hálf-léttvæg eitthvað…