Skrifelsi

Skrifaði smápistil á Friðarvefinn í­ dag, hvern allir lesi.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fékk ég vinnufélaga í­ heimsókn sem spurði hvort ég hefði einhverjar upplýsingar eða vitneskju um sögu Gasstöðvar Reykjaví­kur. Hann varð hálfkindarlegur þegar ég dró fram 110 blaðsí­ðna BA-ritgerðina mí­na um sögu Gasstöðvarinnar.

Hann lét sér samt nægja stuttu útgáfuna sem ég birti í­ Rafmagnsveitublaðinu 1998. Það er synd, ég er viss um að hann hefði getað skemmt sér við að lesa kaflana um aukaafurðir gasstöðvarinnar: koksið, tjöruna og ammoní­akið.

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn fór út í­ kvöld að hella í­ sig kokteilum og éta eitthvert góðgæti ásamt Ernu. Við feðginin létum okkur nægja að steikja eitthvað kjöt í­ dulargervi úr plastbakka og suðum nokkrar kartöflur. Maður á ekki að éta kartöflur á þessum tí­ma árs. Þær eru allar vibbi. Gamlar og ekkert eftir nema hratið.

Um daginn slógu allir fjölmiðlar upp fréttum af því­ að nýjar kartöflur væru komnar í­ búðir. Spurðist fyrir um þær í­ verslun um daginn, en fékk þau svör að þetta hefði verið fjölmiðlastönt, nokkrir sekkir hefðu verið teknir upp úr jörðinni og selst upp á hálftí­ma – þess utan var þetta ekki einu sinni gullauga, sem eru langbestu kartöflurnar heldur einhver önnur týpa.

Eftir svona viku er von á alvöru sendingu. Þá verður lagst í­ kartöfluát og kartöflur étnar með öllum mat eða bara einar og sér.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM heldur upp í­ Hólahverfi annað kvöld (föstudagskvöld) og keppir við Leiknismenn. Held að Sverrir ætli að taka sénsinn og mæta með mér á völlinn, hann hefur annars reynst hin versta óheillakráka. Af þeim tí­u leikjum sem búnir eru af Íslandsmótinu hefur hann mætt á tvo – jafnteflið gegn Ólsurum og tapið gegn Þrótti. Á hinn bóginn höfum við unnið hina átta leikina.

Annars þoli ég Leiknismönnum vel að ná árangri í­ fyrstu deildinni. Það er eitt af þeim í­þróttafélögum sem mér er hvað best við. Sömuleiðis mættu HK-menn alveg fara með okkur upp í­ úrvalsdeildina á kostnað Þróttara. Andúð mí­n á Þrótti fer vaxandi, án þess að ég geti skýrt hvernig hún sé tilkomin. Þegar ég var pjakkur átti ég meira að segja til að mæta á Þróttarleiki í­ gömlu þriðju deildinni til að hvetja Sæviðarsundsklúbbinn…

# # # # # # # # # # # # #

Hvatning mí­n um daginn til í­slenskra tölvunörda hefur ennþá engu skilað. Magni ísgeirsson er enn ekki kominn með sí­ðu um sig á ensku Wikipediunni. Hvar er þjóðernismetnaður í­sleskra Wiki-nörda? Mér er spurn!