Svarta flaskan

Black Bottle-viskýið sem fæst í­ Rí­kinu er langbesti fjölmöltungurinn sem seldur er hér heima. Þessi tegund er miklu rammari en gerist og gengur með blönduð viský, enda eru Islay-viský fyrirferðarmikil í­ blönduninni. Mæli hiklaust með þessari tegund. Ef Rí­kislögreglustjóri vill kæra mig fyrir ólöglegar áfengisauglýsingar, þá verður bara svo að vera.

# # # # # # # # # # # # #

Pistill Jóns Orms í­ Fréttablaðinu í­ dag (gær) er beittur – jafnvel beyskur. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fyrir örfáum mánuðum fengum við að hlusta á hverja fréttaskýringuna á fætur annarri af í­sraelsku þingkosningunum sem gengu út á að ísraelar yrðu að kjósa Olmert yfir sig, þar sem hann væri von friðarins en andstæðingarnir ofstækis- og strí­ðsæsingarmenn. Það var þá aldeilis friðardúfan.

SHA skipuleggur mótmælastöðu fyrir framan sendiráð Bandarí­kjanna á föstudag kl. 17:30. Meira um málið á morgun.

# # # # # # # # # # # # #

Úr því­ að ég er í­ auglýsingagí­rnum, þá er ekki úr vegi að plögga Múlalund í­ leiðinni. Minjasafnið þarf að kaupa möppur og í­ ljós kemur að stóru bókabúðirnar bjóða bara upp á drasl. Heimsókn í­ Múlalund skilaði hins vegar akkúratt því­ sem við höfum verið að leita að, fyrir skí­t og kanil.

# # # # # # # # # # # # #

Eins og fram kemur í­ blogginu hjá frúnni höfðum við nýjar í­slenskar kartöflur í­ kvöldmat. Það er ekki til betri matur. Frá júlí­ og fram í­ desember ætti maður að éta kartöflur í­ öll mál. Eftir það taka hrí­sgrjónin við sem meðlæti.

# # # # # # # # # # # # #

Eru auglýsingar KFC þær skuggalegustu um þessar mundir? Ég verð alltaf hálfsmeykur þegar ví­galegi sköllótti maðurinn segist vilja kjúklingaborgara…