Moggaforsíðan

Flottar aðgerðir í­ gær fyrir framan bandarí­ska sendiráðið. Mogginn segir frá þeim á forsí­ðu ásamt stórri mynd.

Já, ég endurtek: Mogginn segir frá aðgerð Samtaka herstöðvaandstæðinga á forsí­ðu og undir jákvæðum formerkjum.

Kannski einhver sagnfræðingurinn muni í­ framtí­ðinni nota þessi tí­mamót til að marka lok kalda strí­ðsins?

# # # # # # # # # # # # #

Kvöldverðarboð á Mánagötu í­ gærkvöld. Keyptum bleikjuflök í­ Fylgifiskum. Lostæti.

Ólí­na gisti hjá ömmu sinni og afa. Á fyrsta sinn í­ marga mánuði gátum við Steinunn sofið heila nótt án þess að fá spark í­ nýrun eða hausinn. Við söknuðum þess nú pí­nulí­tið.

# # # # # # # # # # # # #

FRAM vann góðan sigur á Akureyringum í­ gær og stefnir ótrautt á að vinna deildina. Missi af næsta leik, úti gegn Stjörnunni, þar sem stefnan er tekin á Neistaflug fyrir austan um verslunarmannahelgina.

# # # # # # # # # # # # #

Skoski boltinn er byrjaður. Hearts mætir Dunfermline á útivelli. Fyrstu leikirnir í­ Evrópuboltanum eru alltaf hálf-melankólí­skir, því­ með þeim byrjar haustið.