Það eru ýmis dæmi um það í sögunni að heilu starfstéttirnar hafi orðið „úreltar“ á örskotsstundu. ímist vegna tæknibreytinga, breyttrar tísku eða af öðrum sökum. Á þessari viku hygg ég að ein stétt manna hafi grafið sína eigin gröf: varalesarar. Til skamms tíma var varalestur viðurkennd grein og oft hefur verið gripið til varalesara, t.d. …
Monthly Archives: júlí 2006
Verðbólguaðgerðir
írni Sigfússon hefur tilkynnt að Reykjanesbær ætli að fresta vegaframkvæmdum og húsbyggingum um átta mánuði til að slá á verðbólguna. Þetta er víst gert vegna tilmæla ríkisstjórnarinnar. Hér með tilkynnist að heimilið að Mánagötu 24 hefur hætt við að taka garðinn í gegn í sumar. Þetta er okkar framlag í baráttunni við verðbólgudrauginn. Allir verða …
Frambjóðendur Framsóknar
Úff, það er ljóst að við fréttaáhugafólk eigum ekki sjö daganna sæla á næstunni fyrir frambjóðendum í hin ýmsustu embætti Framsóknarflokksins. Reyndar mun Jón Sigurðsson ekki angra fréttahlustendur mikið, enda kom skýrt fram í viðtali að hann sjái litla ástæðu til að svara spurningum um hin og þessi mál – enda standi hann á öðru …
Hvar er Gísli Marteinn nú?
Svar íslenskra katta við Völu Flösa og Þóreyju Eddu er komið fram. Það er kattarkvikindið sem stökk á einhvern óskiljanlegan hátt upp á gluggasylluna við svefnherbergisgluggann á Mánagötunni og þaðan inn á gólf til okkar í nótt. Nokkrum sinnum áður hafa kattarkvikindi komist inn í íbúðina, en það þá í gegnum stofugluggann ofan af nálægum …
Lóa
íður en Pétur Rasmusen og frú tóku sig til og stöðluðu nöfnin á söguhetjum Andrésblaðanna, mátti sjá undarlegar útgáfur af nöfnum ýmissa Disney-persóna í blöðum og bókum. Chip & Chap, heita í dag Snar & Snöggur – en hafa einnig gengið undir heitinu Snoðinn og Loðinn. Ripp, Rapp og Rupp hétu Tikk, Trikk og Trakk …
Ylströnd
Á gær skrifaði ég smáklausu á vef OR um Gísla Halldórsson verkfræðing og ylströndina. Þetta þótti mér forvitnilegt efni. # # # # # # # # # # # # # Sá afleitt lið Þórs frá Akureyri steinliggja fyrir FRAM á Laugardalsvellinum í gær. Ég spái Þór falli. Þar sem Þór og KA eru …
Götuheiti óskast
Á Elliðaárdalnum er unnið að vegarlagningu. Öllu heldur er verið að breyta lélegum malarslóða neðan úr dal og upp að gömlu kartöflugeymslunum í írtúnsbrekkunni í alvöru veg. Það er nauðsynlegt þar sem jarðhús þessi eru senn að fá nýtt hlutverk sem gallerí, kaffihús, vinnustofur listamanna o.þ.h. Auðvitað mætti hugsa sér að þessi botnlangi væri skilgreindur …
Sagnfræðileg endurskoðun
Endurskoðun sögunnar er lokið. Smiðurinn reyndist saklaus. Svo virðist sem helvítis bakarinn hafi fengið makleg málagjöld eftir allt saman.
Sýningarstefna RÚV
Fyrra árið sem ég var dómari í framhaldsskólaspurningakeppninni hjá RÚV lentu MR og Borgarholtsskóli saman í undanúrslitum. Borghyltingar unnu og þóttu það mikil tíðindi. Eftir þáttinn voru stjórnendur í Efstaleiti himinlifandi, enda ljóst að þessi úrslit myndu auka vinsældir keppninnar. Eitt skyggði þó á gleði þeirra. Um leið og upptöku á þættinum lauk, um sexleytið, …
Mikki mús
Bretar eiga það til að nota „Mikka músar“-forskeyti um fyrirbæri sem þeir hafa lítið álit á. Mickey Mouse-team væri t.d. eðlilegt skammaryrði um ómerkilegt fótboltalið og Mickey Mouse-competition myndi maður kalla léttvæga bikarkeppni (einkum þegar liðið manns er nýfallið úr henni.) Þjóðabandalagið, sem starfaði milli heimsstyrjaldanna, hefur fengið fremur aum eftirmæli. Líklega myndu margir freistast …