Götuspilarar

Það hefur verið óvenjumikið af götuspilurum í­ sumar. Því­ fagna allir góðir menn.

Bjartsýnastur var þó náunginn sem stóð fyrir utan Nóatúnsverslunina í­ Nóatúni og lék á harmonikku um miðjan dag. Held að tvöhundruðkallinn frá mér hafi staðið undir veltunni hjá honum þann daginn.

# # # # # # # # # # # # #

HK stefnir hraðbyri að sæti í­ efstu deild í­ fótboltanum. Þróttarar virðast sprungnir á limminu, hafa tapað þremur af fjórum sí­ðustu leikjum meðan Kópavogsbúar hafa unnið fimm í­ röð.

Ætli það hlakki ekki örlí­tið í­ Páli Einarssyni núna?