Skjár 1 auglýsir að Rokkstjörnuþátturinn sé vinsælasti erlendi þáttur í íslensku sjónvarpi frá upphafi – 70% (uppsafnað með endursýningum væntanlega).
Þetta er augljóslega rangt. Meðan RÚV var eitt á markaðnum hafa margir þættir náð þessum árangri. Mig rámar í að hafa séð gamla frétt frá 1982-3 þar sem Löður var í 75% og Tommi og Jenni skammt þar á eftir.
Hvað ætli Dallas hafi hæst farið upp í? Ekki minna en 80% myndi ég giska á…