Sögufölsun HHG?

Á framhaldi af stjórnmálagetraun gærdagsins, þar sem spurt var um Sigrúnu Þorsteinsdóttur – varaformannsframbjóðanda í­ Sjálfstæðisflokknum 1983 – skrifar Guðmundur Rúnar Svansson eftirfarandi skeyti í­ athugasemdakerfið:

Þá er ég með spurningu til írmanns:

Þannig háttar til að ég hef á skrifstofunni hjá mér sögu Sjálfstæðisflokksins sem Hr. Hólmsteinn skrifaði á einhverju merkisárinu í­ viðhafnarstí­l og tí­undar skilmerkilega atkvæðatölur úr Heimdallarpólití­k og af landsfundum.

Þar segir hann um varaformannskjörið 1983: “Friðrik Sophusson var sí­ðan kjörinn varaformaður með 915 atkvæðum, Daví­ð Oddsson fékk 25 atkvæði og Birgir Ísleifur Gunnarsson 11 atkvæði.”

Svo spurning er: hvað fékk varaformannsframbjóðandinn, sem HHG minnist ekki á einu orði, mörg atkvæði í­ varaformannskjörinu?

Nú er ég ekki með þessa bók Hannesar Hólmsteins hjá mér og get því­ ekki dæmt um hvort Guðmundur Rúnar fer rétt með. En sé svo, þá er frásögn HHG merkileg í­ meira lagi.

Sigrún Þorsteinsdóttir fékk nefnilega 26 atkvæði – einu fleira er Daví­ð Oddsson.

Getur verið að Hannes Hólmsteinn hafi gleymt Sigrúnu eða fannst honum kannski óþarfi að rifja upp að forsetaframbjóðandinn frá 1988 hafi fimm árum áður skotið þeim Daví­ð og Birgi Ísleifi aftur fyrir sig? Það er áhugaverð spurning…