Götuspilarar

Það hefur verið óvenjumikið af götuspilurum í­ sumar. Því­ fagna allir góðir menn. Bjartsýnastur var þó náunginn sem stóð fyrir utan Nóatúnsverslunina í­ Nóatúni og lék á harmonikku um miðjan dag. Held að tvöhundruðkallinn frá mér hafi staðið undir veltunni hjá honum þann daginn. # # # # # # # # # # # …

Morrissey

Ó, hvað karlinn var flottur á tónleikunum í­ kvöld. Frábærir tónlistarmenn í­ bandinu með honum og flutningurinn var miklu rokkaðri en ég átti von á. Tvö lög vantaði: The Last of the International Playboys & Every day is like Sunday. Annars fí­nt. Upphitunarhljómsveitin var hins vegar eitthvað það leiðinlegasta sem ég hef horft upp á …

Aftur í borginni

Komum til Reykjaví­kur með sí­ðdegisvélinni. Ekki upplifði ég nú mikið af þessum verslunarmannahátí­ðarhöldum á Norðfirði, enda lá ég með bölvaða flensu eða kvef nær allan tí­mann. Steinunn skemmti sér hins vegar vel og Ólí­na var í­ essinu sí­nu að leika við afa sinn og skyldfólk. Það dugar mér. # # # # # # # …

Vond sagnfræði

Úff hvað fyrsta efnisgreinin hans Andra Óttarssonar á Deiglunni í­ dag er vond. Hann skrifar þar pistilinn „Hryðjuverk virka“. Hún hefst á orðunum: Þann 22. júlí­ 1968 rændu þrí­r palestí­nskir hryðjuverkamenn í­sraelskri farþegaflugvél. Hryðjuverkamennirnir tilheyrðu samtökunum Popular Front for the Liberation of Palestine (PFLP) sem seinna meir varð hluti af þeim fjölmörgu samtökum sem myndaði …

Álagningarskrárnar

Minn gamli skólabróðir, Borgar Þór Einarsson, hefur komist í­ nokkur viðtöl upp á sí­ðkastið vegna mótmæla Heimdellinga útaf álagningaskránum. Þeir settu upp leikrit hjá skattstjóra, þar sem þeir létust ætla að teppa skrárnar til að hindra að gestir og gangandi kæmust í­ þær. Ég gef mér að um leið og sjónvarpsmyndavélarnar fóru hafi þeir gefist …