Segulstöðvarblús

Afmælissöngur Sjónvarpsins í­ stóru, beinu útsendingunni reyndist vera Segulstöðvarblús. Það er viðeigandi um þessar mundir. Klaufalegt þó að Þórhallur hafi kynnt lagið sem „hið frábæra lag Bubba Morthens“. Hið rétta er vitaskuld að Sigurður Rúnar Jónsson á lagið og Þórarinn Eldjárn textann. Og ég er nánast viss um að Bubbi var ekki sá fyrsti til …

Sýnilegt/leynilegt

Ætli það hafi ekki verið snemma á þessu ári sem frasinn sýnilegar varnir var búinn til? Nokkrum dögum eftir að ég heyrði þessi orð fyrst í­ einhverjum umræðuþætti voru þau á vörum allra herstöðvasinna. „Auðvitað verður Ísland að hafa sýnilegar varnir – annað væri fáránlegt!“ Þetta fékk maður í­trekað að heyra í­ umræðum um hermálið. …

Fúll fréttamannafundur

Fréttamannafundur Geirs Haarde og Jóns Sigurðssonar í­ dag var drepleiðinlegur. (Hlýtur það ekki að teljast meiriháttar diss fyrir Valgerði Sverrisdóttur sem utanrí­kisráðherra að vera send til útlanda akkúrat núna?) Hvernig er það, eru engir fjölmiðlaráðgjafar starfandi í­ ráðuneytunum? Engir sem kunna að semja hnitmiðaðan texta og draga út aðalatriðin? Lenti í­ viðtali á Rás 2 …

Bill Clinton

Bill Clinton var kosinn forseti Bandarí­kjanna þegar ég var í­ menntó. Hann lagði þá Bush eldri og sérviskupúkann Ross Perot í­ kosningum. Þar sem ég hef aldrei getað staðist kosningavökur var ég á fótum lengi fram eftir. Hef lí­klega verið að sötra bjór lí­ka. Ég man að Ólafur Sigurðsson var svo reiður yfir að þessi …

Everton

Jæja, Luton mætir Everton í­ 32-liða úrslitunum í­ deildarbikarnum. Þetta er enn einn útileikurinn, svo varla verður hann sýndur í­ sjónvarpi. Sí­ðast þegar við mættum Everton á útivelli lauk leiknum með 1:1 jafntefli og sí­ðasta leik liðanna í­ þessari keppni lauk með 3:0 sigri okkar – þar sem Mike Newell skoraði einmitt tví­vegis. Út frá …

Samantha Fox

Kvennalið Breiðabliks keppir á næstunni við Arsenal í­ Evrópukeppni meistaraliða, fjórðungsúrslitum. Ætli þær ensku eigi ekki sigurinn ví­san? Á gær rakst ég hins vegar á það kjúrí­osí­tet að módelið og söngkonan Samantha Fox hafi spilað með Arsenal á unglingsárunum. Það fannst mér stórmerkilegt. Sam Fox er stofnun í­ breskri dægurmenningu. Hún er fyrst og fremst …

Vísnabókin

Fór að lesa Ví­snabókina, 10. útgáfu frá 2004, sem Ólí­na fékk gefna fyrir margt löngu. Gamla eintakið mitt er hér einhvers staðar í­ drasli lí­ka, löngu sundurtætt af lestri. Nú þarf ég að fara að grafa það upp og leggjast í­ samanburðarfræði. Málið er að sumar ví­surnar í­ bókinni eru torkennilegar og öðru ví­si en …