Viský

Ég þekki marga sem drekka mikið viský – og vita helling um gott viský.

Ég þekki lí­ka ýmsa sem drekka mikið viský – en vita ekkert um viský.

Auðvitað eru lí­ka margir sem vita sáralí­tið um viský, en drekka það svo sem ekki í­ neinum mæli.

Skrí­tnasti þjóðflokkurinn er þó fólkið sem veit mikið um viský, en drekkur það nánast aldrei. Steinunn tilheyrir þessum hópi.

Á áfengisskápnum á Mánagötunni eru yfirleitt til 7-8 einmöltungar. Misgóðir eins og gefur að skilja, einkum þar sem við erum sjaldan í­ útlöndum og úrvalið í­ íTVR hörmung.

Þegar ég drekk einhverja fágæta tegundina, á Steinunn til að biðja um einn og einn sopa. Það heyrir til algjörra undantekninga að hún fá sér heilt glas, hvað þá meira. Engu að sí­ður hefur hún ákveðnar skoðanir á því­ hvað henni þykir gott.

Á flugvellinum um daginn dró ég Steinunni með mér í­ ví­nbúðina, þar sem ég hafði hugsað mér að kaupa tollinn okkar beggja – og þurfti því­ brottfararspjaldið hennar. Eftir að hafa skoðað allt úrvalið fram og til baka gekk ég út með tvær flöskur – báðar eftir uppástungur Steinunnar. Annars vegar Highland Park 16 ára og hins vegar MacAllan Elegancia.

Þetta kallar maður góðan smekk hjá manneskju sem rétt dreypir á viskýi.

# # # # # # # # # # # # #

Fyrsti tí­minn í­ tæknisögunni gekk vel. Nemendurnir voru smeykir við okkur og settust allir í­ efstu raðirnar, en ég held að Skúli hafi náð að kveikja í­ þeim undir lokin. Það er unun að vinna með mönnum eins og Skúla og Sverri. Lí­klega myndi ég gera það ókeypis – sem er heppilegt, þar sem ég er stundakennari við HÁ og vinn því­ í­ raun ókeypis…