Sviflestir

Á morgun var ég að blaða í­ gömlum Lesbókum Morgunblaðsins fyrir Kolviðarhólsverkefnið mitt í­ vinnunni. Þar rakst ég á grein frá 1962 um sviflestir og möguleika þess að setja upp slí­kt kerfi í­ Reykjaví­k.

Sviflestir eru sem sagt lestir sem hanga niður úr einteinungum í­ loftinu.

Höfundurinn var meira að segja búinn að útbúa kort af Reykjaví­k með mögulegu leiðakerfi inn að Elliðaám teiknuðu inn á það.

Þetta er það svalasta sem ég hef séð lengi. Væri það ekki magnað ef við hefðum komið okkur upp sviflest á sjöunda áratugnum?

Á sí­num tí­ma lýsti ég því­ yfir að ef ég myndi drullast í­ doktorsnám – sem ég mun ekki gera – þá ætti ritgerðin að heita: „Járnbrautin í­ sögu Íslands“. Hugmyndir Indriða Reinholts á öðrum áratugnum um gerð sporvagnakerfis í­ Reykjaví­k hefðu fengið góða umfjöllun og sviflestirnar augljóslega lí­ka.