Luton

Nokkrar umferðir eru búnar af ensku deildinni og enn hef ég ekker bloggað um Luton að heitið geti. Eftir góðan sigur á Crystal Palace um sí­ðustu helgi erum við í­ 5-6 sæti eða þar um bil. Á kvöld er svo leikur gegn Colchester sem verður að vinnast.

Ein ástæða bloggþurrðarinnar er sú að spjallborðið sem ég fylgdist reglulega með dó – eða öllu heldur, teknar voru upp kröfur um innskráningu og við það datt botninn úr spjallinu. Fyrir vikið er ég alveg úr öllu sambandi við slúðrið úr félaginu – hverjir séu að koma, fara eða hvort eitthvað gangi í­ vallarmálum. Þetta er ómögulegt ástand.