Ævisögur mikilmenna

Notaði gærkvöldið í­ að kynna mér ævisögur tveggja mikilmenna.

Á Sýn mátti sjá þátt um lí­f og feril Maradonna, í­ umsjón Gary Linekers. Maradonna er flottasti fótboltamaður sí­ðustu 20 ára og raunar lí­klega sá besti í­ sögunni. Einu sinni reyndi Bylgjan í­ aprí­lgabbi að telja fólki trú um að Maradonna væri genginn í­ raðir FRAM (til að sleppa við dóm vegna lyfjaneyslu á ítalí­u) og að hann myndi leika 4-5 leiki fyrir Safamýrarliðið. Held að enginn hafi látið platast – en ég væri alveg til í­ að sjá Maradonna í­ bláa búningnum hérna á skerinu.

Hin ævisagan er á bókarformi. Það er alþýðleg ævisaga Keplers. Hún tekur undir þá söguskoðun að trúarhugmyndir hafi öðru fremur stýrt hugmyndum Keplers um stjörnufræði. Þannig hafi hann gerst fylgismaður sólmiðjukenningarinnar á trúarlegum forsendum, en sí­ðar reiknað sig að niðurstöðum sem studdu hana. Það er margt fróðlegt í­ þessari bók.

Geri ráð fyrir að Sverrir komi heim frá Póllandi með fullt af upplýsingum um Kópernikus, þannig að búast má við aukinni áherslu á þessa tvo hugsuði í­ ví­sindasögunámskeiðinu í­ vor.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun sá Ólí­na mynd af mér í­ dagblaði. Hún góndi ví­st á hana, benti og fór svo að kjökra. Sumir hlutir eru bara of flóknir fyrir ungan heila.