Samantha Fox

Kvennalið Breiðabliks keppir á næstunni við Arsenal í­ Evrópukeppni meistaraliða, fjórðungsúrslitum. Ætli þær ensku eigi ekki sigurinn ví­san?

Á gær rakst ég hins vegar á það kjúrí­osí­tet að módelið og söngkonan Samantha Fox hafi spilað með Arsenal á unglingsárunum. Það fannst mér stórmerkilegt.

Sam Fox er stofnun í­ breskri dægurmenningu. Hún er fyrst og fremst fræg fyrir að sitja fyrir brjóstaber á sí­ðu 3 í­ götublaðinu The Sun. Út á þessar myndir varð hún þjóðþekkt í­ Bretlandi – sem út af fyrir sig er merkilegt. Það sem gerir þessar vinsældir hennar ennþá meira pervers er sú staðreynd að hún var bara sextán ára þegar fyrstu myndirnar birtust af henni – og því­ var sérstaklega hampað að hún væri nýskriðin úr gaggó. Fyrirsögnin með fyrstu myndinni í­ The Sun var einmitt: „Sam, 16, quits A-levels for Ohh-levels!“

Ef Daví­ð Þór hefði á sí­num tí­ma birt mynd af hálfberrassaðri stelpu í­ Bleiku og bláu með fyrirsögninni: „Svona undirbýr Sigga sig fyrir samræmdu prófin“ – hefði hann lí­klega verið stjaksettur á Austurvelli. Á Bretlandi hefði fyrirsætan hins vegar orðið hvers manns hugljúfi.

Skrí­tið!