Vísnabókin

Fór að lesa Ví­snabókina, 10. útgáfu frá 2004, sem Ólí­na fékk gefna fyrir margt löngu. Gamla eintakið mitt er hér einhvers staðar í­ drasli lí­ka, löngu sundurtætt af lestri. Nú þarf ég að fara að grafa það upp og leggjast í­ samanburðarfræði.

Málið er að sumar ví­surnar í­ bókinni eru torkennilegar og öðru ví­si en mig minnti. Getur verið að búið sé að krukka í­ textanum? Ekki kemur neitt fram um slí­kt á sí­ðunni með bókfræðiupplýsingunum.

Dæmi:

Á kvæðinu „Krummi krunkar úti“ segir hrafninn:

Ég fann höfuð af hrúti, / hrygg og gæruskinn. / Krunk, krunk, / kroppaðu með mér nafni minn!

Var þetta ekki alltaf:

Ég fann höfuð af hrúti, / hrygg og gæruskinn. / Komdu nú og kroppaðu með mér – Krummi, nafni minn!

Það eru fleiri svona dæmi. Á ví­sunni um Sigga sem var úti með ærnar í­ haga lýkur kvæðinu ekki lengur á:

Agga-gagg, sagði tófan á grjóti (tví­tekið). Gráleitum augunum trúi ég hún gjóti. Aumingja Siggi, hann þorir ekki heim.

Nú er sagt:

Ga, ga, ga, kvað tófan á grjóti. Gráum augunum trúi ég hún gjóti. Aumingja Siggi, hann ei þorir heim.

Hver ber á ábyrgð á þessu? Er hægt að fá lögbann á svona spellvirki?

# # # # # # # # # # # # #

Luton lagði Brentford í­ deildarbikarnum, 0:3. Illu heilli tókst einum okkar manna að verða sér út um rautt spjald með tilheyrandi leikbanni. Vonandi hefur þetta í­ för með sér sjónvarpsleik í­ næstu umferð. Það er eiginlega eini tilgangurinn með þessari keppni í­ seinni tí­ð.

# # # # # # # # # # # # #

Á Borgartúninu er verið að sprengja fyrir djúpum bí­lakjallara við einhvern skrifstofuturninn. Þó það sé talsverður spölur í­ Norðurmýrina er hér allt á reiðiskjálfi meðan á þessu stendur. Hús nágrannans á móti skemmdist í­ stærstu sprengingunni og hann er farinn að reka það mál gagnvart verktakanum.

Á ljósi þess hvað framkvæmdirnar þarna hafa mikil áhrif, get ég ekki sagt að ég hlakki til þess ef draumur borgarinnar (eða var það bara Dags B. Eggertssonar?) um Hlemm+ yrði að veruleika. Að sprengja djúpar holur oní­ jörðina í­ Einholtinu á eftir að valda talsverðu tjóni á gömlu húsunum í­ Norðurmýrinni og Holtunum. Það virðist hins vegar litlu máli skipta fyrir skipulagið í­ svona málum.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld mættum við Steinunn á félagsfund í­ Reykjaví­kurdeild VG þar sem samþykktar voru reglur fyrir sameiginlegt prófkjör Reykjaví­kurkjördæmanna og Suburbiu. Sverrir átti stóran þátt í­ að semja reglurnar og er því­ eflaust feginn að þessari törn sé að ljúka.
Sjálfur er ég í­ þeirri óvenjulegu stöðu að sitja hvorki í­ kjörstjórn né uppstillingarnefnd. Fyrir sí­ðustu sveitarstjórnarkosningar var ég í­ kjörstjórn/uppstillingarnefnd VG og í­ uppstillingarnefnd flokksins fyrir þingkosningarnar 2003 og sveitarstjórnarkosningarnar 2002. 1999 var ég í­ kjörstjórn fyrir prófkjör Samfylkingarinnar og 1998 í­ nefndinni sem samdi reglurnar fyrir prófkjör R-listans 1998 (og eini maðurinn sem var ánægður með reglurnar þegar þær voru samþykktar).

Það eru óneitanlega viðbrigði að geta fylgst með vali á framboðslista í­ kosningum sem áhrifalaus áhorfandi.

Svo ég monti mig samt aðeins, þá tel ég nú málið mér ekki alveg óskylt. Á landsfundi VG sí­ðasta haust talaði ég nefnilega fyrir því­ í­ almennum stjórnmálaumræðum að VG ætti að efna til sameiginlegs prófkjörs eða uppstillingar í­ Reykjaví­kurkjördæmunum tveimur og kraganum. Þá hafði ég prufað hugmyndina á nokkrum flokksfélögum en fengið þau viðbrögð að þetta væri alltof framúrstefnuleg tillaga og að enginn myndi þora að láta á hana reyna.

Annað er nú komið á daginn!