Everton

Jæja, Luton mætir Everton í­ 32-liða úrslitunum í­ deildarbikarnum. Þetta er enn einn útileikurinn, svo varla verður hann sýndur í­ sjónvarpi.

Sí­ðast þegar við mættum Everton á útivelli lauk leiknum með 1:1 jafntefli og sí­ðasta leik liðanna í­ þessari keppni lauk með 3:0 sigri okkar – þar sem Mike Newell skoraði einmitt tví­vegis. Út frá þessu eigum við sigurinn ví­san – þó vissulega sé nokkuð um liðið…

# # # # # # # # # # # # #

Sjónvarpið bauð upp á Þriðja manninn í­ gær. Það er frábær kvikmynd sem alltaf er jafngaman að horfa á. Þótt áhorfandinn fyrirlí­ti Harry Lime fyrir glæpi sí­na – þá held ég að allir voni innst inni að hann sleppi undan löggunni í­ eltingarleiknum í­ ræsinu. Eða er það bara ég sem er svona siðblindur?