Fúll fréttamannafundur

Fréttamannafundur Geirs Haarde og Jóns Sigurðssonar í­ dag var drepleiðinlegur. (Hlýtur það ekki að teljast meiriháttar diss fyrir Valgerði Sverrisdóttur sem utanrí­kisráðherra að vera send til útlanda akkúrat núna?) Hvernig er það, eru engir fjölmiðlaráðgjafar starfandi í­ ráðuneytunum? Engir sem kunna að semja hnitmiðaðan texta og draga út aðalatriðin?

Lenti í­ viðtali á Rás 2 ásamt Jóni Hákon Magnússyni, formanns Samtaka um vestræna samvinnu. Jón Hákon hefur verið formaður þeirra samtaka frá því­ að völvan var ung og sæt. Við göntuðumst með það fyrir þáttinn að svo illa hefði gengið að reyna að finna nýjan formann í­ hans stað að herinn hafi á endanum gefist upp og farið…

Ætlunin var að spjallað yrði við okkur strax að loknum blaðamannafundinum, sem dagskrárgerðarmaðurinn gerði ráð fyrir að yrði 20 mí­nútur eða rétt rúmlega það. Raunin varð sú að Geir Haarde sat og blaðaði í­ samkomulaginu í­ þrjú kortér og rabbaði um það með sí­felldum endurtekningum og án þess að skilja á milli auka- og aðalatriða.

Ég hélt að þegar menn efndu til svona funda hlytu þeir að hafa eitthvert markmið – að það væru einhver tiltekin atriði sem ættu sérstaklega að koma fram og helst að búið væri að matreiða „stórfréttina“ frá fundinum. Ekki bar á neinu slí­ku.

Annars hefði það ekki verið auðvelt að finna slí­kan fréttavinkil. Það er raunar ekkert sem kemur á óvart í­ samkomulaginu – ekkert sem maður hefði ekki giskað á að kæmi út úr því­.

Mengunarmálin gætu orðið okkur dýr – þ.e. ef gripið verður til þess að hreinsa menguðu svæðin sómasamlega. Lí­klegra er að því­ verði meira eða minna sleppt, Suðurnesjamenn færi bara vatnsból sí­n fjær og fjær o.s.frv.

En lendingin í­ mengunarmálunum er ekki þeim að kenna sem stóðu í­ þessum samningum. Íslensk stjórnvöld voru búin að nota mengunarmálin sem skiptimynt áður í­ samningum við Bandarí­kin, til að skæla út lengri hersetu. Þar gekk Jón Baldvin Hannibalsson harðast fram.

# # # # # # # # # # # # #

Var að fatta að Geir Haarde og Jón Baldvin Hannibalsson eru báðir nefndir á nafn í­ þessari bloggfærslu og lí­ka þeirri sí­ðustu, þó í­ allt öðru samhengi.
# # # # # # # # # # # # #

FRAMstelpurnar gerðu jafntefli við Val í­ handboltanum í­ kvöld. Sannarlega óvænt en gleðileg úrslit. Það er búið að fylgja liðinu núna í­ ansi mörg ár að vera kornungt og efnilegt, en ila hefur gengið að stí­ga skrefið fram á við. Kannski það sé loksins að gerast núna? Ég þarf a.m.k. að ná leik með þeim fljótlega.