Sýnilegt/leynilegt

Ætli það hafi ekki verið snemma á þessu ári sem frasinn sýnilegar varnir var búinn til? Nokkrum dögum eftir að ég heyrði þessi orð fyrst í­ einhverjum umræðuþætti voru þau á vörum allra herstöðvasinna.

„Auðvitað verður Ísland að hafa sýnilegar varnir – annað væri fáránlegt!“ Þetta fékk maður í­trekað að heyra í­ umræðum um hermálið. Þeir sem viðurkenndu ekki þessi augljósu sannindi voru álitnir fábjánar eða einfeldningar og ekki tækir í­ rökræður.

Á gær var þessum frasa fimlega skipt út fyrir nýjan og betri. Nú er miklu betra að hafa leynilegar varnir en sýnilegar. „Auðvitað eru menn ekkert að auglýsa hvernig hátta eigi vörnunum, varnir eru jú leyndarmál – annað væri fáránlegt!“ Þeir sem ekki skilja þessi nýju og einföldu sannindi eru augljóslega fábjánar eða einfeldningar og ekki tækir í­ rökræður.

Er ekki tungumálið dásamlegt tæki?