Stjórnmálasögublogg

Fyrst smáplögg. Munið ferðina á föstudag og ferðina á sunnudag hjá SHA. Nánar hér.

# # # # # # # # # # # # #

Ohh… var búinn að semja langa bloggfærslu sem hvarf. Best að rigga upp styttri útgáfu í­ hvelli:

Næstu kosningar gætu einkennst af pólití­skum uppvakningum. Þar á ég við fólk sem setið hefur á þingi, fallið þaðan eða hætt – en sækist nú eftir endurkjöri. Þessi nöfn eru komin fram:

* Sigrí­ður Jóhannesdóttir, Samfylking Suðurland

* Karl V. Matthí­asson, Samfylking NV

* Kristinn (Pétursson?) frá Bakkafirði, í­haldið NA

* Kristján Pálsson, í­haldið Suðurland

Telja mætti írna Johnsen til þessa hóps – og svo eru alltaf einhverjir að gæla við framboð Jóns Baldvins, t.d. á Suðurlandi.

Á kjölfarið fór ég að rifja upp hversu margar „afturgöngur“ hefðu ratað inn á þing? Þær virðast mér ekki vera margar.

Hér á ég ekki við þingmenn sem féllu af þingi í­ baráttu við hina flokkana í­ þingkosningum, en sneru aftur sí­ðar. Dæmi um slí­kt væru t.d. Halldór ísgrí­msson (féll af þingi 1978) og Jóhann írsælsson (féll af þingi 1995). Ég á við fólk sem hætti sjálfviljugt eða féll í­ innanflokksprófkjöri/uppstillingu – en átti „kommbakk“.

* Gunnar Thoroddsen fór í­ pólití­skt frí­ en átti endurkomu

* Ingibjörg Sólrún Gí­sladóttir fór í­ borgarmálin en sneri aftur (reyndar fyrst sem varaþingmaður – en aðalmaður eftir að Bryndí­s Hlöðversdóttir hætti)

* Gunnlaugur Stefánsson sat á þingi fyrir krata 1978-9 og sí­ðar f. sama flokk en annað kjördæmi 1991

Á fljótu bragði mundi ég ekki eftir fleiri nöfnum. Geta fróðir lesendur sí­ðunnar ekki bætt um betur?