Segulstöðvarblús

Afmælissöngur Sjónvarpsins í­ stóru, beinu útsendingunni reyndist vera Segulstöðvarblús. Það er viðeigandi um þessar mundir.

Klaufalegt þó að Þórhallur hafi kynnt lagið sem „hið frábæra lag Bubba Morthens“.

Hið rétta er vitaskuld að Sigurður Rúnar Jónsson á lagið og Þórarinn Eldjárn textann. Og ég er nánast viss um að Bubbi var ekki sá fyrsti til að flytja það. Held að útgáfa Jóhönnu Linnet sé t.a.m. eldri.