Prófkjör

Eins og fram hefur komið, hef ég tröllatrú á pólití­skri þekkingu og minni lesenda minna. Nú skal gerð ný tilraun til að slá upp í­ því­:

Nú er prófkjöratí­ð að renna upp. Þar bjóða ýmsir sig fram, oftar en ekki í­ tiltekin sæti, s.s. 2. sæti eða 3.-4. sæti.

Á mí­num huga þýðir framboð í­ 3.-4. sæti í­ reynd framboð í­ 4. sæti. Lægri talan hlýtur að gilda í­ raun og veru… Og því­ spyr ég: Er eitthvert dæmi um að frambjóðandi í­ í­slensku prófkjöri hafi hlotið hærra sæti en hann bauð sig fram í­ – eða að frambjóðandi sem hafi t.d. sóst eftir að fá sæti fjögur eða fimm, hafi hreppt hærra sætið? Það er mér a.m.k. mjög til efs.