Síðast var spurt um Mathias Rust, sem 19 ára gamall flaug frá Þýskalandi til Íslands – en þaðan á Rauða torgið í Moskvu. Gorbasjoff Sovétleiðtogi notaði flugferð hans sem átyllu til að reka 2000 yfirmenn í hernum – sem áttu það sameiginlegt að vera honum pólitískt andsnúnir. Rust gekk síðar af göflunum og stakk samverkakonu sína á þýskum spítala með hnífi. Hann sat inni í fimm mánuði fyrir það – sem er þriðjungur þess tíma sem hann afplánaði í sovésku fangelsi.Â
Staðan eftir sex umferðir af þrettán:Â
1 stig; Ingibjörg Haraldsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir, Arndís Dúnja, Þórdís Gísladóttir, Páll ísgeir ísgeirsson & Benedikt Waage.
Sjöunda spurning – sem fyrr er spurt um mann.
Undir lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda sinnti maður þessi listsköpun. Hann orti eitthvað af ljóðum undir skáldanafninu Skulp-tur (eða Skólp-túr ef sá var gállinn á honum). Hann las m.a. ljóð sín í útvarpið.
Um svipað leyti sinnti maður þessi myndlistinni og tók þátt í samsýningu fjölda listamanna í Miðbæjarskólanum. Verk hans, sem unnið var í samvinnu við fleiri aðila, þótti sérstaklega ögrandi og reyndi á ýmis skynfæri.
Á seinni tíð hefur maðurinn látið af allri listsköpun og harma það hvorki bókmenntafræðingar né myndlistargagnrýnendur. Hver er maðurinn?