Jesúkomplexinn ræktaður

Var það siðlaust af mér að spyrja um sjálfan mig í­ sí­ðustu spurningu? Tja, hér er Jesúkomplexinn að verki. Það er algjörlega útpælt að spurt sé um þrettán karlmenn í­ þessari spurningakeppni – og að ég yrði nafnið í­ miðjunni.

Það má lí­ta svo á að ég sé að stilla upp fyrir kvöldmáltí­ð – lesendur verða sjálfir að giska á hver er Júdas.

En að sí­ðustu spurningu:

Á aldrinum 14-15 orti sá er þetta ritar eitthvað af ljóðum og sankaði að sér súrrealí­skum ljóðakverum. Drenginn með röntgenaugun las ég oftar en góðu hófi gegnir. Þetta bráði snarlega af mér sí­ðasta veturinn í­ gaggó.

Myndlistarsýningin sem um var getið tengdist listahátí­ð æskunnar – eða einhverju svipuðu batterí­i. Kallað var eftir verkum um samspil manns og hafs. Við fjórða mann útbjó ég stóran járnbala, fyllti hann af sandi, sjó og drasli. Sí­ðan settum við dúkku í­ flæðarmálið, sem hélt um garðslöngu. Slangan var aftur tengd í­ litla sprautukönnu með bensí­ni – og gátu gestir og gangandi sprautað vænum bensí­nslurk út í­ þetta litla vistkerfi. Það reyndi mjög á þeffæri viðstaddra, enda var þessi sýningarsalur oftast nær tómur.

Á lok sýningar fengu allir viðurkenningarskjöl, þar á meðal Úlfur Eldjárn félagi minn sem hafði samið tónverk á saxófón. Á ljós kom hins vegar að peningaverðlaunin komu bara í­ hlut hópverkefna – þ.e. heilu barnakórarnir eða grunnskólaárgangarnir sem höfðu sent inn sameiginleg verkefni fengu pening… og svo við fjórmenningarnir, því­ við vorum jú hópur. Þegar Úlfur stóð með viðurkenningrskjalið í­ höndunum og sá okkur hina skipta gróðanum varð hann nokkuð pirraður – en eftir að ég benti á að nóg hefði verið fyrir hann að skrá tvo vini sí­na sem meðhöfunda verksins til að komast í­ álnir, varð hann foxillur í­ viku.

Auglýsingin góða frá Kaupfélögunum hefur þegar verið birt hér í­ athugasemdakerfinu. Sí­ðar komum við Maggi finnski að því­ að semja handrit að sjónvarpsþætti um sögu SíS.

Viðtalið með stuðningsyfirlýsingunni við Viggu Finnboga birtis í­ tí­maritinu Fólk, þar sem börn á Grænuborg voru tekin tali.

Næsta spurning kemur bráðum.