Spy vs. Spy

Þær voru skemmtilegar teiknimyndasögurnar um njósnarana tvo í­ MAD-blöðunum í­ gamla daga (og birtast raunar enn). Þar áttust við tveir njósnarar – sá svarti og sá hví­ti. Skiptust þeir á að vinna hinum mein með klækjabrögðum, nema í­ örfáum sögum sem hétu Spy vs. Spy vs. Spy – þar sem þriðji njósnarinn, gráklætt klækjakvendi skaut báðum ref fyrir rass.

 

Mér er til efs að raunverulegir njósnarar lí­ti út eins og fí­gúrurnar í­ Spy vs. Spy. Er ekki grundvallaratriði í­ störfum njósnara að geta starfað með leynd og án þess að grunur falli á þá? Spyr sá sem ekki veit.

 

Nú er því­ haldið fram að í­slenskir ráðamenn hafi haft af því­ áhyggjur að Svavar Gestsson, fyrrum námsmaður í­ Austur-Berlí­n, ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Alþýðubandalagsins hafi njósnað fyrir STAST – leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Virðast menn hafa álitið framangreind tengsl sérstök rök fyrir því­ að Svavar hefði verið ákjósanlegur njósnari. – Á mí­num huga hefði Svavar Gestsson einmitt verið versti kostur STASI til njósna á Íslandi.

 

Ég er þó ekki að segja að ráðning Svavars hjá yfirvöldum í­ Austur-Berlí­n hefði verið vitlausasta ráðning njósnara sem hugsast gæti. Hér fylgja nokkrar tillögur að ráðningarmálum sem væru jafnvel vanhugsaðri:

 

1. Baldur Þórhallsson, ráðinn af Evrópusambandinu til að komast inn í­ raðir ESB-andstæðinga í­ Heimssýn og senda skýrslur um þá til Brí¼ssel.

 

2. Helgi Hóseason, ráðinn af trúleysingjasamtökunum Vantrú til að fylgjast með biskupi og öðrum hæstráðendum Þjóðkirkjunnar.

 

3. Andrés Magnússon, ráðinn af Mossad til að hafa eftirlit með Félaginu Ísland-Palestí­na. Mögulega gæti Andrés fengið vinnuaðstöðu á sjónvarpsstöðinni Ómega og haft hana sem yfirvarp.

 

4. Björn Bjarnason, ráðinn af CIA til að fylgjast með í­slenskum friðarsinnum.

 

5. írni Finnsson, fenginn af Greenpeace til að ráða sig sem flensara í­ hvalstöðina til að afla mikilvægra gagna.

 

6. Smári Geirsson, ráðinn af Iðnaðarráðuneytinu til að kynna sér starfsemi virkjanaandstæðinga.

 

7. Örn Clausen, ráðinn af landssambandi karlrembusví­na til að spæja um Feministafélagið.

 

8. Kristinn H. Gunnarsson, fenginn af stjórnarandstöðunni til að ganga í­ raðir Framsóknarflokksins og starfa þar sem fimmta herdeild… uhh… nei annars – slæmt dæmi.

 

9. Snorri Óskarsson í­ Betel, skipaður af HAKK (Hagsmunaráði kynví­sra karlmanna) til að grafast fyrir um helstu leyndarmál Samtakanna 78.

 

10. Sindri Eldon, fenginn af Reykjaví­k Grapevine til að snuðra um aðdáendaklúbb Bubba Morthens og afhjúpa djúsí­ innanfélagsslúður.