Kannastu við kauða? X umferð

Maðurinn sem um er spurt hlaut menntun sí­na í­ Prag, en einnig í­ Parí­s og Köln samkvæmt sumum heimildum. Hann var því­ í­ hópi menntuðustu manna sinnar tí­ðar.

Maður þessi var frumkvöðull í­ baráttu gegn mansali og kom fórnarlömbum þess til hjálpar.

 # # # # # # # # # # # # #

Datt inn í­ viðtal við Guðfinnu Bjarnadóttur á Útvarpi Sögu á leiðinni í­ vinnuna. Þar spurði dagskrárgerðarmaðurinn út í­ afstöðu frambjóðandans til Evrópusambandsins.

Svarið byrjaði eitthvað á þessa leið: „Nú er ég alveg sannfærð um að í­ framtí­ðinni – hvort sem það er eftir nokkra áratugi eða nokkrar aldir, þá munum við fá eina alheimsstjórn.“ Svo hélt hún aðeins áfram að lýsa þessari framtí­ðarsýn um veröld þar sem jörðin væri eitt þjóðrí­ki – en bætti svo við að mannkynið væri kannski ekki búið að ná þessum þroska ennþá og í­ millití­ðinni mætum við okkar stöðu… blablabla… meiri hagsmunir fyrir minni… blablabla… og svo framvegis.

Ég komst helst að þeirri niðurstöðu að frambjóðandinn vilji ganga í­ Evrópusambandið daginn sem heimsbyggðin verður farin að hugsa eins og John Lennon.