Dónaleg dagblöð

Allir eru ævareiðir yfir því­ að danskt dagblað hafi skrifað óvirðulega um Íslendinga. Það er ví­st öfundsýki sem ræður þessum skrifum. Held að ég hafi heyrt fjóra spjallþætti í­ útvarpinu í­ dag um hvað þetta væri ill framkoma hjá Dönum.

Fyrir nokkrum vikum birti Mogginn fréttaskýringu um glæpastarfsemi á Íslandi. Hún gekk öll út á að Litháen væri glæpastí­a og þorp þar í­ landi amfetamí­nhöfuðstaðir Evrópu. Yfir þessu var flennistór mynd af litháí­ska fánanum.

Það er greinilegt að Íslendingar eru óskaplega öfundsjúkir út í­ Litháa.