Ef þú ætlar…

…að kjósa þennan glæsilega frambjóðanda þann 2. desember…

…þá þarftu bara að ganga í­ flokkinn fyrir 25. nóvember.

Og það er lí­ka hægt að kjósa bréflega frá útlöndum!

# # # # # # # # # # # # #

Fór í­ Blóðbankann í­ gær og lét tappa af. Er kominn upp í­ 36 gjafir, sem er dálaglegt miðað við hvað mér gengur alltaf illa að muna eftir þessu.

Fékk staðfest að blóðþrýstingurinn væri í­ besta lagi, en í­ vor var hann óþarflega hár.

Einn helsti kosturinn við að gefa blóð reglulega er að fá upplýsingar um þessa hluti. Og svo er bakkelsið svo ágætt.