Maðurinn sem um er spurt var um tíma eitt af andlitum Samvinnuhreyfingarinnar útávið. Síðar kom hann að því að rekja sögu SíS í sjónvarpsþáttum. Opinber stjórnmálaafskipti mannsins hófust 1980, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Vigdísi Finnbogadóttur í blaðaviðtali. Hver er maðurinn?
Monthly Archives: október 2006
Kannastu við kauða? VII hluti, fyrsta vísbending
Síðast var spurt um Mathias Rust, sem 19 ára gamall flaug frá Þýskalandi til Íslands – en þaðan á Rauða torgið í Moskvu. Gorbasjoff Sovétleiðtogi notaði flugferð hans sem átyllu til að reka 2000 yfirmenn í hernum – sem áttu það sameiginlegt að vera honum pólitískt andsnúnir. Rust gekk síðar af göflunum og stakk samverkakonu sína á þýskum spítala með …
Continue reading „Kannastu við kauða? VII hluti, fyrsta vísbending“
Kannastu við kauða? VI hluti, þriðja vísbending
Maðurinn sem um er spurt varð heimsfrægur fáeinum dögum eftir að hann yfirgaf Ísland. Hann hefur setið í fangelsi fyrir vopnaða líkamsárás. Kannist þið við kauða?
Kannastu við kauða? VI hluti, önnur vísbending
Maðurinn sem um er spurt bar ábyrgð á því að meira en 2000 manns misstu vinnuna.
Kannastu við kauða? VI hluti, fyrsta vísbending
Þegar fimm umferðum er lokið af þrettán í þessari skemmtilegu spurningakeppni, skiptast stigin á jafnmarga aðila. Gaman verður að sjá hvort enn á eftir að fjölga í þeim hópi eða hvort einhver nær afgerandi forystu. Staðan:Â 1 stig; Ingibjörg Haraldsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir, Arndís Dúnja, Þórdís Gísladóttir & Páll ísgeir ísgeirsson. Aðrir minna. Víkjum þá að …
Continue reading „Kannastu við kauða? VI hluti, fyrsta vísbending“
Hvalveiðar
Íslendingar byrja aftur að veiða stórhveli! Jess! Ég er ekki fjarri því að bringuhárunum mínum hafi fjölgað við þessar fréttir og typpið lengst… eða ekki… Ég er dálítið klofinn í þessu máli. Nú mun ég eflaust borða eitthvað af þessari langreið og geri ráð fyrir að kjötið sé lostæti. Á hinn bóginn mun nú byrja …
Lífeyrissjóðir blekkja
Hnaut um þessa frétt á RÚV í kvöld. Svo virðist sem spunameistarar lífeyrirssjóðanna séu að reyna að slá ryki í augu fólks – nema að fréttamaðurinn sé rækilega úti á þekju. Á stuttri frétt var í tvígang talað um skerðingu greiðslna til „útivinnandi öryrkja“. Þetta er kolrangt. Hér er ekki sérstaklega verið að krukka í …
Kannastu við kauða? Úrslit V hluta.
Páll ísgeir hitti naglann á höfuðið. Hvítárvallabaróninn lærði í Eton, þótt franskur væri. Hann hélt sellótónleika í Reykjavík og ráðlagði sveitunga sínum sem ekki var borgunarmaður fyrir hrossi að skjóta sig í hausinn. Karlinn mátti eiga það að hann var sjálfum sér samkvæmur í þessum efnum og skaut sig þegar hann varð gjaldþrota. Staðan:Â 1 …
Kannastu við kauða? V hluti, önnur vísbending
Jæja, hér eru flestir giskarar að festast í bresku fyrirfólki. Mál er að linni. Önnur vísbending er á þessa leið: Maðurinn sem um er spurt var ekki breskur. Ráðlegging hans til peningalausra manna var einföld – að stinga upp í sig byssuhlaupi og toga í gikkinn.
Kannastu við kauða? V hluti, fyrsta vísbending
Staðan e. 4 umferðir: 1 stig; Ingibjörg Haraldsdóttir, Nanna Rögnvaldardóttir, Arndís Dúnja og Þórdís Gísladóttir. Aðrir minna. Hugum þá að fimmtu spurningu. Sem fyrr er spurt um mann. Maður þessi hlaut m.a. menntun sína í hinum kunna breska drengjaskóla Eton. Hann þótti liðtækur sellóleikari og hélt opinbera tónleika. Maður þessi hafði mjög ákveðnar skoðanir á því …
Continue reading „Kannastu við kauða? V hluti, fyrsta vísbending“