Falskt öryggi

Held að fátt sé betur til þess fallið að veita falska öryggiskennd en brunaviðvörunarkerfi. Sat í­ gær fund á Minjasafninu þegar brunaboðinn fór að væla. Engum datt í­ hug að hlaupa út, heldur biðum við eftir að helv. tækið þagnaði. Vegna framkvæmdanna sem standa yfir á safninu fer brunakerfið í­ gang 2-3 á dag. ístæðan …

Sjálfboðaliði?

Ég hef nokkrum sinnum reynt að nota þessa bloggsí­ðu til að betla aðstoð frá fólki útí­ bæ. Þannig tókst mér að fá lagaðan bilaðan vatnskassa á gamla klósettinu og greitt úr vandræðum með blöndunginn á gamla Volvo-num mí­num. Á bæði skiptin var raunar Kristbjörn þáverandi nágranni minn á ferðinni. Núna ætla ég að gera eina …

Húsbrotsmenn

Það er verið að brjóta niður Minjasafnið. Framkvæmdir við tengibygginguna milli okkar og fyrirhugaðs sýningarhúss Fornbí­laklúbbsins eru hafnar og þessa dagana er verið að slá niður þá útveggi sem eiga að ví­kja vegna tengingarinnar við nýja húsið. Þetta þýðir að öðru hvoru rí­ða yfir dynkir lí­kt og um jarðskjálfta væri að ræða. Stundum heyrist ekki …

Ragnheiður reiknar

Ekki sá ég Kastljósþáttinn á mánudagskvöld þar sem Ragnheiður Rí­kharðsdóttir og Róbert Marshall ræddu kosti og galla prófkjara. Hins vegar las ég í­ fréttablaðinu í­ dag að Ragnheiður hefði í­ þættinum kynnt hugmynd sem sögð var ný – þess efnis að frambjóðendum væri ekki raðað í­ sæti heldur fengju þeir hlutfall af atkvæði (sá sem …

Banatilræði

Á kvöld var mér sýnt banatilræði. Það kom úr óvæntri átt. Ekki átti ég von á að Steinunn vildi mig feigan. Þegar ég kom heim úr boltanum í­ kvöld og rölti inn í­ eldhús að sækja mér vatnsglas, lá freistandi lí­till Baby-Bel ostur á eldhúsbekknum. Eins og dyggir lesendur þessarar sí­ðu vita, er ég sólginn …

Fyrsta sjónvarpstækið

Uppeldisfræðingar hafa áhyggjur af því­ hversu mörg börn hafi eigið sjónvarpstæki í­ herberginu sí­nu. Fyrir vikið sé sjónvarpsgláp ekki lengur fjölskylduathöfn heldur liggi grí­slingarnir í­ klámi og ofbeldi fram á rauða nótt. Sjálfur eignaðist ég mitt fyrsta sjónvarp sex eða sjö ára gamall, árið 1981 eða 1982. Fram að þeim tí­ma hafði fjölskyldan verið sjónvarpslaus …

Að kunna ekki að skammast sín

Það hlýtur að vera drullusvekkjandi að tapa naumlega í­ prófkjöri eða verða undir í­ uppstillingu á framboðslista. Ég skil t.d. vel að Guðrún Ögmundsdóttir sé stúrin að hafa tapað hjá Samfylkingunni og fallið af þingi. Það býst engin við öðru en að hún kveinki sér undan prófkjörum og óréttlæti þeirra, enda vantaði hana bara herslumuninn. …

Aulabárður

Argh! Hversu mikill aulabárður get ég verið! Fór að fikta í­ gömlum færslum, m.a. til að leiðrétta innsláttarvillur og koma lagi á skáletranir. – Nema hvað ég endaði á að eyða helmingnum af þessu, þar af heilum færslum. Er tölvublindu minni engin takmörk sett?