Ísland fyrir Íslendinga

Þetta er titillinn ágrein Jóns Magnússonar í­ Blaðinu í­ dag. Innihaldið er eftir þessu. Jóni finnst of mikið af útlendingum hér á landi. Hann vill koma í­ veg fyrir að þeim fjölgi. Sérstaklega er honum í­ nöp við Múhameðstrúarmenn og hann mælir með því­ að við tökum upp útlendingalöggjöf Svisslendinga, sem raunar hefur verið gagnrýnd harðlega af alþjóðlegum stofnunum og samtökum.

Munurinn á Jóni Magnússyni og þeim kaffistofukverúlöntum sem yfirleitt halda sjónarmiðum sem þessum á lofti er sá að eftir sambræðslu Frjálslynda flokksins og Nýs afls má telja mjög lí­klegt að hann verði í­ efsta sæti hjá Frjálslyndum við næstu þingkosningar. Það þýðir að ef Frjálslyndi flokkurinn nær álí­ka árangri og fyrir fjórum árum eru góðar lí­kur á að hann verði þingmaður á Alþingi.

Það er altalað að Margrét Sverrisdóttir og hópurinn í­ kringum hana innan Frjálslynda flokksins hafi orðið ævareið þegar Guðjón Arnar Kristjánsson samþykkti að innlima Nýtt afl í­ flokkinn. Þessi óánægja hennar var slí­k að á tí­mabili var búist við að hún hætti í­ flokknum. ístæðan var vitaskuld sú að hún vissi mætavel fyrir hvaða sjónarmið Jón Magnússon og félagar standa í­ pólití­k.

Sumir fagna því­ kannski að fram sé kominn flokkur sem gangist við útlendingafordómum sí­num og að það sé á einhvern hátt lýðræðislegt að slí­kur kostur sé í­ boði. Mér finnst það hins vegar bara vont. Ef Frjálslyndi flokkurinn ætlar að tefla fram svona frambjóðendum vona ég heitt og innilega að hann þurrkist út.