Hoover á tröppunum?

Sagan segir að þegar Johnson forseti var spurður að því­ hvers vegna hann losaði sig ekki við Edgar J. Hoover, hafi hann svarað eitthvað á þá leið að betra væri að hafa Hoover inni í­ tjaldinu að pissa út – en fyrir utan það og pissa inn.

Mér varð hugsað til þessara orða í­ morgun þegar famelí­an rak nefið út í­ snjóinn og uppgötvaði að fyrir framan útidyrahurðina á Mánagötunni voru stórir hlandblettir í­ snjónum. Það bendir til að í­ morgunsárið hafi einhver þrjóturinn staðið og migið utan í­ húsið – kannski í­ pólití­skum tilgangi, listrænum eða vegna þess að viðkomandi var mál að pissa.

Samkvæmt hugmyndafræði Johnsons forseta hefðum við betur boðið dónanum í­ bæinn og horft skellihlæjandi á hann spræna út um stofugluggann. Sé ekki alveg hvað hefði verið unnið með því­.

# # # # # # # # # # # # #

Frambjóðandinn Steinunn verður í­ viðtali í­ þætti Andrésar Jónssonar kl. 13 á morgun, mánudag. Á það skal hlustað.