Ragnheiður reiknar

Ekki sá ég Kastljósþáttinn á mánudagskvöld þar sem Ragnheiður Rí­kharðsdóttir og Róbert Marshall ræddu kosti og galla prófkjara. Hins vegar las ég í­ fréttablaðinu í­ dag að Ragnheiður hefði í­ þættinum kynnt hugmynd sem sögð var ný – þess efnis að frambjóðendum væri ekki raðað í­ sæti heldur fengju þeir hlutfall af atkvæði (sá sem hlyti merkinguna 1 fengi heilt atkvæði, sá sem hlyti merkinguna 2 fengi 3/4 úr atkvæði og svo koll af kolli).

Á blaðinu var bent á að með þessu móti gæti t.d. sá sem fengi atkvæði í­ annað sætið frá þorra kjósenda skotið aftur fyrir sig þeim sem fengi flestar merkingar í­ efsta sætið en fá önnur atkvæði. Þannig hefði Kristinn H. Gunnarsson náð efsta sætinu fyrir vestan með þessari reikningsaðferð.

Þetta eru fí­nar vangaveltur, en ekki eins frumlegar og ætla mátti af fréttinni. Þetta eru nefnilega sömu reglur og voru viðhafðar í­ R-lista prófkjörinu 1998. Ég var í­ nefndinni sem samdi þessar reglur – og lí­klega eini nefndarmaðurinn sem var verulega ánægður með þær.

Helgi Hjörvar fékk efsta sætið í­ þessu prófkjöri, enda fékk hann atkvæði eða hluta af atkvæði frá flestum kjósendum. Guðrún ígústsdóttir varð önnur – en færð niður á flokkakvóta – en hún hafði raunar fengið flest heil atkvæði í­ kjörinu.

Margir héldu að Helgi hefði sjálfur plottað þessar reglur til að tryggja sér toppsætið og jók það enn á orðpor hans sem pólití­sks refs. Hið rétta er að hann varð miður sí­n þegar hann heyrði fyrst af reglunum og taldi að með þeim væri endanlega búið að útiloka alla sigurmöguleika sí­na og að þessu væri sérstaklega beint gegn framboði hans…