Íslandsmet í rökfimi

Kaninkan er aftur komin upp. Fagna því­ allir góðir menn! (Nei, ég mun ekki afleggja þennan frasa, þótt hann fari í­ taugarnar á Gulla Briem.)

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld sá ég Hjálmar írnason setja Íslandsmet í­ rökfimi án atrennu.

Hann var í­ Kastljósinu ásamt Þórunni Sveinbjarnardóttur að ræða um stuðninginn við íraksstrí­ðið. Hjálmar virðist hafa álí­ka valkvætt minni og Jón Baldvin og þruglaði um málið fram og til baka.

Hápunktinum náði hann þó þegar hann viðurkenndi að þeir sem trúðu því­ á sí­num tí­ma að írak  ætti efnavopn hafi vissulega litið aulalega út – EN… ef að efnavopnin hefðu svo eftir allt saman verið til ÞÁ hefði dæmið snúist við.

Þessa röksemdafærslu má orða á einfaldari hátt: „Nú hef ég reynst hafa rangt fyrir mér – en ef ég hefði nú haft rétt fyrir mér – þá hefði ég haft á réttu að standa!“

Ég spái því­ að Hjálmars-rökfimin muni fá mikla útbreiðslu á næstunni. Skólabörn sem svara vitlaust á prófum, munu útskýra fyrir kennurum sí­num að þetta svar hafi nú vissulega verið rangt – en ef það hefði nú ekki verið rangt, þá hefði það bara verið rétt, svo það sé margt í­ mörgu…

Stuðningsmenn liða sem tapa leikjum munu lí­ka geta leitað í­ smiðju Hjálmars: Jújú, við töpuðum 3:0 – en hugsum okkur nú ef við hefðum ekki tapað heldur unnið 3:0 – þá hefðum við bara verið í­ sigurliðinu!

Möguleikarnir eru óþrjótandi! Ég get ekki beðið eftir að sjá Hjálmar írnason á kosninganótt í­ vor útskýra fyrir fréttamönnum að vissulega hafi hann fallið út af þingi – en hugsum okkur ef Framsóknarflokkurinn hefði nú EKKI beðið afhroð – þá væri hann bara ennþá þingmaður! Og hver myndi þá hlæja best?