Húsbrotsmenn

Það er verið að brjóta niður Minjasafnið.

Framkvæmdir við tengibygginguna milli okkar og fyrirhugaðs sýningarhúss Fornbí­laklúbbsins eru hafnar og þessa dagana er verið að slá niður þá útveggi sem eiga að ví­kja vegna tengingarinnar við nýja húsið.

Þetta þýðir að öðru hvoru rí­ða yfir dynkir lí­kt og um jarðskjálfta væri að ræða. Stundum heyrist ekki mannsins mál fyrir sögunarhljóðum, steypurykið sem smýgur allsstaðar um kveikir reglulega á reykskynjurunum í­ brunaviðvörunarkerfinu og rafmagninu slær út annars lagið. – Þetta er næstum eins skemmtilegt og það hljómar.

Ég hugga mig við að mesti hamagangurinn verður afstaðinn í­ næstu viku, en það er alveg á mörkunum að ég nenni að hanga í­ vinnunni fram að helgi. Það er vonlaust að halda nokkurri einbeitingu. Það vill þó til að það er hlýtt úti – því­ bráðabirgðaveggirnir sem búið er að reisa eru nánast ekkert einangraðir, sem þýðir að í­ frosti er ólí­ft í­ stórum hlutum hússins.

En þá er bara að hugsa um hversu gaman það verður í­ sumar þegar húsið verður tilbúið að kalla!