Held að fátt sé betur til þess fallið að veita falska öryggiskennd en brunaviðvörunarkerfi.
Sat í gær fund á Minjasafninu þegar brunaboðinn fór að væla. Engum datt í hug að hlaupa út, heldur biðum við eftir að helv. tækið þagnaði. Vegna framkvæmdanna sem standa yfir á safninu fer brunakerfið í gang 2-3 á dag. ístæðan er sú að kerfið tekur feil á reyk og ryki – fyrir vikið slökkvum við einfaldlega á kerfinu í hvert sinn sem það ýlfrar.
Á hitt ber að líta að með allar þessar vinnuvélar á svæðinu, er brunahættan margfalt meiri en vanalega. Það væri eftir öðru að maður fuðraði upp í eldhafi einhvern þessara daga, eftir að hafa setið við tölvuna og bölvað brunaboðanum í klukkutíma.
# # # # # # # # # # # # #
Ég minni á sjálfboðaliðaleitina sem lesa má um í næstu færslu hér fyrir neðan.