Beðið um beðjunafn. 6. umferð.

Geraldine Ferraro var svarið við fimmtu spurningu. Hún var varaforsetaefni Demókrata, en peningamál mannsins hennar ollu vandræðum. Hún stofnaði rannsóknardeild innan lögreglunnar í­ New York sem fjallað er um í­ sjónvarpsþáttunum Law & Order – Special Victims Unit.

 

Staðan eftir fimm umferðir er sú að Sigurður Magnússon, Andrés Ingi, Hr. D og þær Ingibjörg Haraldsdóttir og Stefánsdóttir hafa eitt stig hvert.

 

Ví­kur þá sögunni að sjöttu spurningu:

 

Konan sem um er spurt fæddist í­ júlí­mánuði. Móðir hennar talar fjölda tungumála, en faðirinn talar aðeins tvö – annað þeirra er esperantó. Pabbinn hefur ritað bækur um uppeldisfræði og má jafnvel lí­ta svo á að konan sem um er spurt sé afurð einnar stórrar uppeldisfræðitilraunar.

 

Beðið er um beðjunafn.