Um helgina birti Blaðið mikla grein þar sem farið var yfir hvernig næsta þing gæti litið út miðað við stöðuna í skoðanakönnunum. Þar voru taldir upp væntanlegir nýir þingmenn og einnig hverjir falla munu af þingi.
Labbakútur fréttarinnar var þó Hjálmar írnason – því samkvæmt tölunum er hann ekki á þingi, en blaðamaðurinn steingleymdi honum á listanum yfir þá föllnu. Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir mann með jafnlanga þingreynslu og Hjálmar að gleymast meðan Sigurrós Þorgrímsdóttir og Valdimar Leó komast á blað.
Annars getur Hjálmar gripið til sinnar frægu röksemdafærslu – því EF blaðamaðurinn hefði munað eftir honum og jafnvel birt stóra mynd, þá væri hann ekki öllum gleymdur!