Tvær greinar

Það er oft kvartað yfir því­ að pólití­sk umræða á Íslandi vilji festast í­ tæknilegum smáatriðum en snúist ekki nóg um grundvallarhugsjónir. Sennilega er talsvert til í­ því­.

Á dag má hins vegar lesa tvær greinar á pólití­skum vefritum – hvoru úr sinni áttinni – sem snúast um hugmyndafræði og raunverulega þjóðfélagssýn. Báðar fjalla þær um Suður-Amerí­kumann sem er nýdauður.

Á Vef-Þjóðviljanum birtist hin dæmigerða málsvörn fasismans, sem sumir hægrimenn grí­pa alltaf til þegar kemur að því­ að verja glæpahyski úr „þeirra“ röðum. Herinn í­ Chile er þannig sagður hafa drepið marga, sem sé í­ sjálfu sér ekki gott – en tí­marnir hafi verið viðsjárverðir og margt í­ mörgu. Svo hafði Allende í­ raun fengið álí­ka mörg atkvæði og frambjóðandi hægrimanna, þannig að hann var eiginlega ekki alvöru forseti. Og matvælaframleiðslan hafði lí­ka dregist saman – og valdaránið því­ fyrst og fremst viðbrögð við uppskerubresti eða eitthvað…

Gott ef Pinochet lét lestirnar ekki ganga á réttum tí­ma. Fasistar hafa alltaf verið hrifnir af nákvæmum tí­maáætlunum lestarsamganga.

Þetta er góð grein hjá nafnlausa einstaklingshyggjumanninum á Vef-Þjóðviljanum. Hún er góð vegna þess að hún nær ótrúlega vel að draga í­ fáum lí­num fram kjarnann í­ hugmyndafræði bresku í­haldsstefnunnar sem kennir sig við frjálshyggju en flaðrar upp um fasismann um leið og færi gefst.

Aðra góða grein má finna á Múrnum, þar sem írmann Jakobsson ví­kur sömuleiðis að dauða herforingjanum. Hún dregur fram kjarnann í­ hugmyndafræði sósí­alista sem trúa bæði á framfarir og hið góða í­ manninum.