Heimspeki barnaskólakennarans

Þegar Alþingi er slitið í­ desember og á vorin fer alltaf tvenns konar umræða í­ gang:

 

i) Kvartað er undan stuttum starfstí­ma þingsins og spurt hvers vegna helv. þingmennirnir geti ekki drullast til að vera í­ vinnunni eins og annað fólk?

 

ii) Birtir eru listar yfir ræðutí­ma þingmanna og spurt hvaða djö. málæði þetta sé á sumum þingmönnum sem þurfi að tala svo klukkustundum skiptir á einu og sama þinginu?

 

Það merkilega er að það er oft sama fólkið sem tekur undir bæði sjónarmiðin.

 

Væntanlega myndi þetta fólk vilja að þingmennirnir sætu í­ þingsalnum átta tí­ma á dag, fimm daga vikunnar – en vel að merkja þegjandi mestallan tí­mann, því­ ef það er eitthvað verra en þingmenn sem ekki nenna að sitja í­ þingsal heilu og hálfu dagana, þá eru það þingmenn sem blaðra meðan á því­ stendur.

 

Ég var einu sinni með kennara sem aðhylltist þessa hugmyndafræði. Ef hann var búinn að fara yfir námsefnið áður en kennslustundinni lauk, átti allur hópurinn að sitja hljóðlátur þar til bjallan hringdi út í­ frí­mí­nútur.