Húrra fyrir Húnvetningum!

írið 1999 hófum við í­ SHA að beita okkur fyrir því­ að í­slensk sveitarfélög gerðu samþykktir þar sem tekið væri fram að geymsla og umferð kjarna- og efnavopna væri ólögleg á viðkomandi stað. Það var Einar Ólafsson, þáverandi ritari SHA en nú ritstjóri Friðarvefsins, sem kynnti okkur fyrir alþjóðlegu átaki í­ þessum efnum. Frumkvæðið að þessu átaki kom frá borgarstjóranum í­ Hiroshima (eða var það Nagasaki?)

Segja má að tilgangur þessara yfirlýsinga hafi verið þrí­þættur:

i) Á sumum tilvikum hafa samþykktirnar praktí­skt gildi. Þannig háttar til í­ sumum sveitarfélögum að þar eru hafnir sem erlend herskip geta heimsótt. Eftir að Reykjaví­k lýsti yfir stofnun kjarnorkuvopnalauss svæðis vitum við til að hafnaryfirvöld hafi gert erlendum herskipum grein fyrir þessari stefnu borgarinnar.

ii) Samþykktirnar hafa táknrænt gildi, á sama hátt og hver önnur stuðningsyfirlýsing við málstað.

iii) Samþykktirnar skapa beinan pólití­skan þrýsting á í­slensk stjórnvöld, en tillögur um friðlýsingu Íslands og í­slenskrar lögsögu hafa margoft verið bornar fram á Alþingi en aldrei fengist afgreiddar. Það eru hins vegar skýr skilaboð til Alþingis ef þorri sveitarstjórna samþykkir slí­kar tillögur.

Því­ fer fjarri að málaleitan SHA hafi verið tekið með kostum og kynjum af öllum. Það var grí­ðarleg vinna fólgin í­ að senda sveitarstjórnum um land allt bréf, kynna þeim verkefnið frekar og hringja svo til að ýta á eftir afgreiðslu. Sigurður Flosason, hinn eitilharði gjadkeri SHA, var höfuðpaurinn í­ þessu. Hann var óþreytandi í­ að reka á eftir málinu og kalla svo efitr formlegri staðfestingu á afgreiðslu frá hverjum stað.

Nú er staðan orðin sú að langflest sveitarfélög á Íslandi hafa svarað kalli SHA og friðlýst sig. Á dögunum bættist Húnavatnshreppur á Norðurlandi í­ hópinn. Því­ fagna allir góðir menn.

Eftir standa einungis tí­u sveitarfélög. Öll sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum, Garðabær, Grí­msnes- og Grafningshreppur, Hornafjörður, Skútustaðahreppur og Skagabyggð.

Ekki verður því­ borið við að sveitarfélögin sem hér um ræðir þekki ekki til málsins. Flest ef ekki öll hafa tekið það til afgreiðslu og ví­sað frá eða hreinlega fellt það í­ atkvæðagreiðslu. Ví­ða breyttist þó samsetning bæjarstjórna og hreppsnefnda í­ kosningunum í­ vor, svo ekki er útilokað að einhverjir þessara staða endurskoði fyrri afstöðu sí­na. Þannig bind ég vonir við að írni Sigfússon tali um fyrir sí­num fólki í­ Reykjanesbæ.

Ef ég þekki Sigga Flosa rétt, hættir hann ekki fyrr en sí­ðasti þverhausinn gefst upp og fellst á friðlýsingu!