Nú karpa fréttamenn um það hvað sé til siðs varðandi greiðslur til heimildamanna.Â
Sjálfur hef ég ótaloft lent í viðtölum og spjallþáttum. Fjölmiðlamenn líta á þetta sem sjálfsagða þegnskylduvinnu viðmælenda sinna. Oftar en ekki er hringt með stuttum fyrirvara, sem þýðir að maður þarf að leggja önnur verk til hliðar, taka sér frí úr vinnu, eyða bensíni eða borga fyrir leigubíla.Â
Fimm mínútna viðtal í síðdegisþætti getur kallað á klukktíma snúninga og fokkað upp hálfum vinnudegi. Einkum ef maður vill vanda sig og mæta undirbúinn í þáttinn.Â
Það væri svo sem reynandi að senda inn reikning fyrir svona viðvik. Ætli það væri ekki besta leiðin til að tryggja að manni yrði aldrei boðið aftur í viðtal?Â
Eina skiptið sem ég man eftir að vikið hafið verið frá þessari sjálfboðaliðahugsun, var í tengslum við bresku þingkosningarnar síðast. Þá vorum við Sigríður Dögg Auðunsdóttir fengin í sjónvarpssal ásamt Ólafi Sigurðssyni þar sem við fylgdumst með kosningasjónvarpi BBC og tjáðum okkur um gang mála í öðru hvoru.Â
Eftir útsendinguna tók Ólafur niður reikningsnúmerin okkar og nokkrum dögum síðar barst greiðsla upp á svona 5-10 þúsund kall. Ólafur sagðist leggja mikla áherslu á að greitt væri fyrir svona vinnu – annað væri amatörismi.Â
Mér er nú til efs að fréttamenn fari almennt eftir þessu prinsipi Ólafs Sigurðssonar, en ef svo er gæti maður ímyndað sér að vinsælustu álitsgjafar, s.s. Baldur Þórhallsson, séu að fá þokkalegan pening upp úr krafsinu.
# # # # # # # # # # # # #
Já, meðan ég man:
Megi Moggabloggið veslast upp af kóleru!Â