Á launum frá fréttastofunni

Nú karpa fréttamenn um það hvað sé til siðs varðandi greiðslur til heimildamanna. 

Sjálfur hef ég ótaloft lent í­ viðtölum og spjallþáttum. Fjölmiðlamenn lí­ta á þetta sem sjálfsagða þegnskylduvinnu viðmælenda sinna. Oftar en ekki er hringt með stuttum fyrirvara, sem þýðir að maður þarf að leggja önnur verk til hliðar, taka sér frí­ úr vinnu, eyða bensí­ni eða borga fyrir leigubí­la. 

Fimm mí­nútna viðtal í­ sí­ðdegisþætti getur kallað á klukktí­ma snúninga og fokkað upp hálfum vinnudegi. Einkum ef maður vill vanda sig og mæta undirbúinn í­ þáttinn. 

Það væri svo sem reynandi að senda inn reikning fyrir svona viðvik. Ætli það væri ekki besta leiðin til að tryggja að manni yrði aldrei boðið aftur í­ viðtal? 

Eina skiptið sem ég man eftir að vikið hafið verið frá þessari sjálfboðaliðahugsun, var í­ tengslum við bresku þingkosningarnar sí­ðast. Þá vorum við Sigrí­ður Dögg Auðunsdóttir fengin í­ sjónvarpssal ásamt Ólafi Sigurðssyni þar sem við fylgdumst með kosningasjónvarpi BBC og tjáðum okkur um gang mála í­ öðru hvoru. 

Eftir útsendinguna tók Ólafur niður reikningsnúmerin okkar og nokkrum dögum sí­ðar barst greiðsla upp á svona 5-10 þúsund kall. Ólafur sagðist leggja mikla áherslu á að greitt væri fyrir svona vinnu – annað væri amatörismi. 

Mér er nú til efs að fréttamenn fari almennt eftir þessu prinsipi Ólafs Sigurðssonar, en ef svo er gæti maður í­myndað sér að vinsælustu álitsgjafar, s.s. Baldur Þórhallsson, séu að fá þokkalegan pening upp úr krafsinu.

# # # # # # # # # # # # #

Já, meðan ég man:

Megi Moggabloggið veslast upp af kóleru!