Áfram Kristsmenn krossmenn!

Valsblaðið kom inn um bréfalúguna áðan. Það er nú ekki oft sem maður er minntur á að Norðurmýrin á ví­st að heita Valshverfi samkvæmt skiptingu borgaryfirvalda. Sögulega séð er hún náttúrlega Framhverfi, enda var gamli Framvöllurinn fyrir neðan Stýrimannaskólann.

ívarpið í­ blaðinu vakti athygli mí­na. Þar skrifar sóknarpresturinn í­ Hallgrí­mskirkju einhverja jólahugvekju með Biblí­utilvitnunum og langsóttum tengingum við fálkann í­ merki Vals.

Þessi helgislepja Valsmanna er ekki ný af nálinni. Félagið er meira að segja með kapellu á miðju í­þróttasvæðinu! Tengingin er jú sú að Séra Friðrik stofnaði liðið sem knattspyrnudeild KFUM – en fjandinn hafi það, FRAM var stofnað af kaupmannasonum í­ miðbænum 1908. Ekki fáum við samt formann Verslunarráðs til að skrifa ávörp í­ blöðin okkar.

Óháð því­ hvort rétt sé að tengja trúmál og í­þróttir saman með þessum hætti, finnst mér lí­ka augljóst að Valsmenn eru sérstaklega óheppnir í­ vali sí­nu á trúarbrögðum. Boðskapur Kristninnar gengur út á að elska óvini sí­na og rétta fram hinn vangann. Þetta kallast þrælasiðferði á góðri í­slensku og er ekki vænlegt til árangurs á knattspyrnuvellinum.

Væri ekki nær að ísatrúarfélagið tæki eitthvert knattspyrnuliðið upp á sí­na arma. ísatrúarmenn hafa takmarkaða trú á mætti fyrirgefningarinnar, en eru vinir vina sinna. Það er ólí­kt betri grundvöllur í­ keppnisí­þróttum.

# # # # # # # # # # # # #

Um daginn fékk ég bókina um sögu Melaskólans í­ pósti. Ég lét nefnilega til leiðast og skrifaði pistil í­ bókina með minningum frá skólaárunum. Eitthvað virðist nú hafa skolast til í­ uppsetningunni, amk kemur mér spánskt fyrir sjónir að Þórarinn „Aggi“ Þórarinsson er sagður hafa útskrifast ári á eftir mér. Hann er örugglega tuttugu árum eldri.

En alltaf gaman að skoða gamlar myndir.

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið hreppa tölvuví­rus!