Pólitísk rétthugsun

Jón Knútur er fí­nn bloggari – og vel að merkja einn af þeim sem ekki hefur gengið illu öflunum í­ Moggablogginu á hönd.

Á dag bloggar hann um „pólití­ska rétthugsun“  eða öllu heldur um það hvernig búið er að eyðileggja hugtakið, meðal annars af mönnum eins og Jóni Magnússyni.

Um daginn heyrði ég Jón Magnússon halda erindi í­ Útvarpi Sögu. Þar ræddi hann einmitt um mikilvægi þess að rí­sa gegn oki pólití­skrar rétthugsunar. Að hans mati komust nasistar í­ Þýskalandi til valda vegna þess að enginn þorði að berjast gegn pólití­skri rétthugsun. Vissulega, tja… áhugaverð kenning.

Eftir að hafa talað um nasistana vatt Jón sér í­ að rekja örlög Galí­leós sem barðist ví­st lí­ka gegn pólití­skri rétthugsun. Þá var röðin komin að Jesú Kristi – sem var ví­st krossfestur af talsmönnum pólití­skrar rétthugsunar. Að lokum hélt Jón áfram að tala um sjálfan sig og hetjulega baráttu sí­na.

Fá menn ekki smá töffaraprik fyrir að spyrða sjálfa sig svona glæsilega saman við frelsarann og Galí­leó – eða eru þeir bara nöttarar?

# # # # # # # # # # # # #

Megi Moggabloggið lenda undir valtara.